Orlik bíður nú örlaga sinna

Það leynir sér ekki að Orlik hefur ekki fengið mikið …
Það leynir sér ekki að Orlik hefur ekki fengið mikið viðhald á síðustu árum. Hann er mjög ryðgaður. Ljósmyndir/Ingvar Jóel

Óvíst er hvenær hægt verður að ljúka niðurrifi rússneska togarans Orlik í Njarðvíkurhöfn. Niðurrifið var nýhafið þegar það var stöðvað 3. september sl. eftir fyrirvaralausa úttekt Umhverfisstofnunar.

Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja til niðurrifs skipa allt að 500 tonn. Orlik vegur hins vegar yfir 500 tonn og þurfti því að sækja um leyfi til Umhverfisstofnunar.

Fram kemur í greinargerð Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur að togarinn Orlik hafi staðið í Njarðvíkurhöfn frá 2014 en hann sé í eigu Hringrásar. Skipið hafi ekki verið í rekstri frá árinu 2012. Til hafi staðið að flytja það til niðurrifs erlendis en ekki orðið af því. Því hyggist skipasmíðastöðin rífa skipið á athafnasvæði í samráði við stjórn Reykjaneshafnar og Hringrás.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar, félagið hafa sótt um undanþágu vegna niðurrifsins til umhverfisráðuneytisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert