SÍ hundsi vilja ráðherra

Gísli Vilhjálmsson, sérfræðingur í tannréttingum, segir fagnefnd Sjúkratrygginga á villigötum
Gísli Vilhjálmsson, sérfræðingur í tannréttingum, segir fagnefnd Sjúkratrygginga á villigötum mbl.is/Árni Sæberg

Gísli Vilhjálmsson, tannlæknir og sérfræðingur í tannréttingum, telur að fagnefnd Sjúkratrygginga Íslands sé á villigötum nú þegar hún öðru sinni hefur hafnað því að SÍ taki þátt í kostnaði vegna aðgerða á börnum með skarð í gómi og/eða vör.

Gísli kveðst í samtali við Morgunblaðið hafa sent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra ítarlega greinargerð um greiningu sína á þörfum þeirra barna sem hann hafi greint vegna skarðs í gómi. Ekkert hafi heyrst frá ráðherra.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gísli ráðherra ekki hafa staðið við þau fyrirheit sem hún gaf um réttindi ofangreindra barna á Alþingi og fagnefnd SÍ hafi hundsað hennar vilja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert