„Það er alltaf fullt af rusli“

Frá hreinsuninni í morgun.
Frá hreinsuninni í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Blái herinn ætlaði sér í dag að fara út í eyjarnar Akurey og Engey í tilefni af alþjóðahreins­un­ar­deg­in­um. Vegna óhagstæðrar veðurspár var ákveðið að hreinsa eftir „plani B“; ganga Grandann. Vaskur hópur fólks hreinsaði 400 kíló af rusli.

„Það er alveg sama hvert maður fer; það er alltaf fullt af rusli,“ segir Tómas J. Knútsson, stofn­andi Bláa hers­ins, þegar blaðamaður sýpur hveljur yfir því hversu miklu rusli hópurinn safnaði í dag.

Ruslinu var safnað í poka.
Ruslinu var safnað í poka. Ljósmynd/Aðsend

Tómas hafði áður hvatt fólk til að hreinsa nærumhverfi sitt á alþjóðahreinsunardeginum í dag.

Um 70 manns mættu í morgun og hreinsuðu fokrusl og rusl á Granda og í fjörunni við Örfirisey.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert