„Það er mikil gleði og von í loftinu“

Alþjóðlegur dagur friðar var haldinn hátíðlegur í dag. Formæður héldu …
Alþjóðlegur dagur friðar var haldinn hátíðlegur í dag. Formæður héldu ræðu í Þjóðminjasafninu og svo var haldið í friðargöngu um tjörnina. mbl.is/Hari

„Dagurinn hefur verið frábær. Það er mikil gleði og von í loftinu,“ segir Þröstur Freyr Gylfason, fyrrverandi formaður Félags Sameinuðu þjóðanna, um alþjóðlegan dag friðar sem haldinn var hátíðlegur í dag. Ráð evrópskra formæðra kom saman í Þjóðminjasafninu af því tilefni og tóku fjórar formæður til máls. Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth fluttu tónlist. Að því loknu var farið í friðargöngu kringum Tjörnina.

Alþjóðlegur dagur friðar - Páll Óskar
Alþjóðlegur dagur friðar - Páll Óskar mbl.is/Hari

„Það var stórmerkilegt að hlusta á þessar konur. Þær sögðu frá sinni ævi og sínu landi. Ein þeirra er Sami og greindi frá stórmerkilegri sögu sinni sem flóttamaður aðstæðna. Þeim var hugleikinn friður á öllum nótum; bæði innri friður hverrar manneskju og á heimilum, í samfélaginu og heimsfriður,“ segir Þröstur. Þær greindu einnig frá því hvernig þær hafa í gegnum tíðina stutt við flóttafólk í ólíkum löndum.  

Alþjóðlegur dagur friðar - Þröstur Freyr Gylfason, fv. formaður Félags …
Alþjóðlegur dagur friðar - Þröstur Freyr Gylfason, fv. formaður Félags Sameinuðu þjóðanna mbl.is/Hari

Dagurinn í dag er einnig tileinkaður móður jörð. Formæðurnar komu einnig inn á það í ræðum sínum og bentu á mikilvægi þess að maðurinn tengdist náttúrunni. Mikill samhljómur var á milli þess sem þær ræddu og þess sem sænska aðgerðasinnanum Gretu Thunberg verður tíðrætt um í náttúruvernd.   

Alþjóðlegur dagur friðar
Alþjóðlegur dagur friðar mbl.is/Hari
Alþjóðlegur dagur friðar
Alþjóðlegur dagur friðar mbl.is/Hari
Alþjóðlegur dagur friðar
Alþjóðlegur dagur friðar mbl.is/Hari
Alþjóðlegur dagur friðar
Alþjóðlegur dagur friðar mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert