Úrkomumet á átta stöðum

Grjóteyrará við Hafnarfjall var vatnsmikil og úfin í gær.
Grjóteyrará við Hafnarfjall var vatnsmikil og úfin í gær. Ljósmynd/Einar Sveinbjörnsson

Svo virðist sem sólarhringsúrkomumet fyrir árið hafi verið sett á einni mannaðri veðurathugunarstöð, Hjarðarfelli á Snæfellsnesi, í rigningunni sem varði frá miðvikudegi til gærdagsins.

Þar mældist sólarhringsúrkoman í gærmorgun 140,7 mm, eldra met 120,7 mm er frá 28. mars 2000. Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá þessu á vefsetri sínu.

Sólarhringsúrkomumet fyrir september voru nú í vikunni sett á sjö stöðvum til viðbótar, Kirkjubóli við Akranes, Neðra-Skarði í Svínadal, í Hítardal, á Bláfeldi í Staðarsveit, í Ásgarði í Dölum, Dalsmynni í Hjaltadal í Skagafirði og í Vogsósum í Selvogi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert