Heimila breytingar við Lækjargötuna

Lækjargata 8 er brúna húsið til hægri á myndinni. Fyrir …
Lækjargata 8 er brúna húsið til hægri á myndinni. Fyrir aftan það sést í Pósthússtræti 13, þaðan sem útsýni úr íbúðum skerðist. Skólabrú er fyrir miðri mynd. Nýbyggingar munu rísa á lóð bak við Lækjargötu 8.

Heimilt verður að breyta deiliskipulagi svonefnds Pósthússtrætisreits í miðbæ Reykjavíkur, skv. nýlegri samþykkt borgarráðs. Mál þetta víkur að húsunum Lækjargötu 6 og 8.

Heimilt verður að byggja kjallara undir síðartalda húsið en skúrar að baki því fyrrnefnda verða rifnir og nýjar byggingar reistar í þeirra stað. Einnig kemur tveggja hæða nýbygging með risi og kvistum ofan á innkeyrslurampi á baklóðinni.

Eigendur bygginga í nágrenni við þær byggingar sem nú á að breyta hafa gert athugasemdir við skipulagsbreytinguna. Fulltrúi Miðflokksins tekur undir þær athugasemdir og telur að þreföldun byggingamagns á umræddum reit skerði gæði fólks á þessu svæði. Fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarráði segja á hinn bóginn að tekið hafi verið tillit til allra þeirra athugasemda sem bárust við útfærslu breytinganna.

Húsið í Lækjargötu 12 er eitt það elsta í Reykjavík, reist árið 1874. Ytra byrði þess var gert upp 2012. Með því að hækka húsið upp núna er svo ætlunin m.a. að gera það svipsterkara í götumyndinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert