Litadýrð á jafndægrum

Kyrrt yfir Kópavogi í gær.
Kyrrt yfir Kópavogi í gær. mbl.is/​Hari

Gulur, brúnn og rauður eru áberandi litir nú þegar haustsvipur færist yfir landið. Brátt fella trén laufið, sem er hluti af hinn óstöðvandi hringrás í náttúrunni.

Allt er þetta eðlilegt nú á haustjafndægri, en jafndægur er sá tími þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri á tímabilinu 19.-21. mars og á haustjafndægri 21.-24. september. Um þetta leyti eru dagur og nótt því sem næst jafnlöng hvar sem er á hnettinum og af því er nafnið dregið. Í dag, mánudag, er sól beint yfir miðbaug klukkan 7.50.

Ágætt haustveður er á landinu nú, milt og hlýtt. Í dag er spáð suðaustan og austan 5-13 m/s, en öllu hvassara með suðurströndinni. Rigning verður með köflum, einkum um landið sunnanvert. Þurrt að kalla á Norðurlandi en væta um tíma í öðrum landshlutum. Hiti verður 10 til 18 stig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert