Telur þörf á 380 myndavélum

Umferð á Miklubraut.
Umferð á Miklubraut. mbl.is/​Hari

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) telur að innheimta vegtolla á höfuðborgarsvæðinu kalli á myndatökuvélar á 160 gatnamótum stofnbrauta ef gjaldtakan eigi að verða sanngjörn og skilvirk skv. lauslegum útreikningum.

Í frétt á vefsíðu FÍB segir að rætt hafi verið að bíleigendur borgi vegtolla í samræmi við akstur á stofnbrautunum. Vegna hinna fjölmörgu akstursleiða inn á stofnbrautirnar sé ekki um annað að ræða en hafa vegtollamyndavélar við öll gatnamótin. Að öðrum kosti sé hætt við að verulegt ójafnvægi verði í greiðslum vegfarenda, allt eftir því hvar þeir koma inn á stofnbrautirnar og fara út af þeim.

Reisa þyrfti slár

„Á gatnamótunum þurfa að vera minnst tvær vegtollamyndavélar til að ná umferð í báðar áttir. Á gatnamótum með margar akreinar þurfa að vera fleiri myndavélar. Alls má því gera ráð fyrir að minnst 380 myndavélar þurfi til að greina ferðir fyrir innheimtu vegtollanna. Á mörgum stöðum þyrfti að reisa slár yfir stofnbrautirnar til að koma myndavélunum fyrir þannig að þær geti lesið á bílnúmerin,“ segir í umfjölluninni á vefsíðu FÍB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert