Byrjun flugsögunnar gerð skil í dagatali

Þorkell Ásg. Jóhannsson, formaður Arnarins, og Hörður Geirsson, formaður Flugsafnsins, …
Þorkell Ásg. Jóhannsson, formaður Arnarins, og Hörður Geirsson, formaður Flugsafnsins, með almanakið. Fyrir aftan þá er flugvél af gerðinni de Havilland Dragon Rapide. FÍ notaði slíkar vélar á fimmta áratugnum.

Stjórn Arnarins – Hollvinafélags Flugsafns Íslands hefur gefið út dagatal með sögulegu ívafi í tilefni 100 ára sögu flugs á Íslandi og rennur allur ágóði af sölunni til styrktar Flugsafninu.

Flugfélag Íslands, fyrsta flugfélag landsins, var stofnað í Reykjavík laugardaginn 22. mars 1919. Félagið keypti vél af gerðinni Avro 504K og var fyrsta flug hennar úr Vatnsmýrinni í Reykjavík 3. september sama ár. Félagið stóð fyrir flugsýningum og útsýnisflugi í tvö sumur en var lagt niður 1920.

Þess má geta að Vestur-Íslendingurinn Frank Frederickson var flugmaður vélarinnar seinna sumarið. Hann var fyrirliði Fálkanna frá Winnipeg í Kanada, fyrstu ólympíumeistaranna í íshokkíi, sem tryggðu sér titilinn í Antwerpen í Belgíu skömmu áður en hann kom til Íslands. Allir leikmenn liðsins að einum undanskildum voru af íslenskum ættum.

Dagatalið frá 1. september

Dagatalið nær frá 1. september sl. og út 2020. Fyrsta opnan fjallar um fyrstu átta mánuði líðandi árs og samsvarandi undirbúningstímabil flugsins fyrir 100 árum. „Tilgangur útgáfunnar er að rifja upp fyrsta tímabil íslensku flugsögunnar fyrir 100 árum,“ segir Þorkell Á. Jóhannsson, formaður Arnarins.

Sjá viðtal við Þorkel í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert