Kjaramálin eru veigamest og friðarskyldan að renna út

Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara.
Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara.

Eðlileg launaþróun framhaldsskólakennara er meginverkefnið í samningaviðræðunum sem nú standa yfir. Við náðum góðum árangri 2014 en erum enn og aftur byrjuð að dragast aftur úr viðmiðunarhópum,“ segir Guðjón Hreinn Hauksson, nýr formaður Félags framhaldsskólakennara.

Rafrænu formannskjöri, sem stóð í eina viku, lauk í gær og var niðurstaðan afdráttarlaus. Guðjón hlaut 660 atkvæði, eða 74,8%. Hinn frambjóðandinn, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, fékk 181 atkvæði, eða 20,5% Auðir seðlar voru 41, eða 4,65% Á kjörskrá voru 1.763 og greiddu 882 atkvæði, eða 50%.

„Hagsmunamálin eru mörg og mikil vinna fram undan,“ segir Guðjón. „Nú er að hefjast vinna í starfshópi um innleiðingu og framkvæmd umdeildra laga um menntun og hæfni og skiptir miklu að sú vinna leiði til ásættanlegrar niðurstöðu. Kjaramálin eru þó eðlilega veigamest þessi misserin. Friðarskylda við ríkið vegna kjarasamninga rennur út nú í lok mánaðarins og því er orðið brýnt að viðræður samningaaðila komist af stað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka