Lyfjaskortur „algjörlega óviðunandi“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hvar erum við stödd ef heilbrigðiskerfið okkar stendur þannig núna að við þurfum að sætta okkur við viðvarandi lyfjaskort í landinu?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, á þingi. 

Greint var frá því í fréttum á sunnudag að óvenjumikill lyfjaskortur væri á landinu og að yfir 100 lyf skorti.

Hver er ábyrgur fyrir þessu? Hvernig stendur á öllu þessu? Þetta er algerlega óviðunandi,“ sagði Inga.

Inga vitnaði í kvöldfréttir RÚV frá því á sunnudag þar sem rætt var við konu með alvarlegan taugasjúkdóm sem fær ekki nauðsynleg lyf. „Hún lýsti mikilli vanlíðan sem fylgir því og furðar sig á því fyrirkomulagi að heildsalar lyfja séu með líf sjúklinga í lúkunum,“ sagði Inga.

Hún sagði að árið 2019 ættum við ekki að vera í þessum bakkgír og efast um að hægt væri að finna annan eins lyfjaskort þó að leitað væri tugi ára aftur í tímann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert