Strætófarþegum fjölgaði um 22%

Bretingar á leið 21 hafa skilað miklu.
Bretingar á leið 21 hafa skilað miklu. mbl.is/Valgarður Gíslason

Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar, segir farþegum á leið 21 hjá Strætó hafa fjölgað um 22% síðan leiðinni var breytt í ársbyrjun 2018.

Með breytingunum hafi verið orðið við óskum farþega um að leið 21 stoppaði í Hlíðasmára og við Smáralind. Með því hafi leiðin ekið hjá fjölmennum vinnustöðum og fjölförnum verslunarstöðum, sem aftur hafi skilað fleiri farþegum.

„Leið 21 keyrði alltaf framhjá Smáralind.Við hættum ekki fyrr en við fengum þá breytingu í gegn að Hafnfirðingar gætu tekið vagninn hjá Smáralind. Farþegum hefur síðan fjölgað um 22%, sem er veruleg aukning innan strætókerfisins,“ segir Helga í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Taka upp innanbæjarkerfi

Helga, sem er jafnframt stjórnarmaður Hafnarfjarðar í stjórn Strætó, segir frekari breytingar fram undan á leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði með innleiðingu leiðar 19, svonefndrar innanbæjarleiðar. Hún komi í staðinn fyrir leiðir 22, 33, 34, 43, 44. Leiðin verði kynnt á næstu mánuðum og tekin í notkun um mitt næsta ár. Leiðin sé hluti af þeirri grundvallarbreytingu á leiðakerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu að fara úr svonefndu þekjandi kerfi, sem reyni að ná til allra gatna og hverfa svo styttra sé á biðstöðvar, yfir í svonefnt þátttökukerfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert