Tímabært að endurnýja skolplögnina

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. mbl.is/​Hari

„Málið snýst um það að þarna er stór skolplögn sem flytur skolp frá öllu Efra-Breiðholti, Norðlingaholti og Árbæ sem orðin en 50 ára, er í lélegu ásigkomulagi og þarf hvort sem er að endurnýja innan næstu tíu ára algerlega óháð Aldin BioDome.“

Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is vegna gagnrýni Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu í dag þar sem hann sagði að vegna fráveitumála gæti kostnaður Reykjavíkurborgar vegna Aldin BioDome hækkað um nokkur hundruð milljónir króna þar sem breyta þyrfti legu lagnarinnar vegna verkefnisins.

Sigurborg segir að hún telji að ekki sé fyrir vikið rétt að tengja kostnað vegna skolplagnarinnar eingöngu við uppbyggingu vegna Aldin BioDome. Lögin sé einfaldlega að komast á endurnýjunarstig hvort sem er. „Þetta er einfaldlega hluti af eðlilegu viðhaldi.“ Hins vegar sé um stóra lögn að ræða og fyrir vikið stóra framkvæmd.

Skoðaðar hafi verið þrjár leiðir í þessum efnum. Ódýrasta leiðin sé talin kosta 60-90 milljónir en sú dýrasta 265-430 milljónir. Leiðirnar gangi út á að fóðra gömlu lögnina, setja nýja framhlið á hana eða leggja nýja lögn og færa hana verulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert