Vantraust á ríkislögreglustjóra

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Átta af níu lögreglustjórum á landinu bera ekki traust til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra, skv. frásögn Úlfars Lúðvíkssonar, formanns Félags lögreglustjóra, í gær.

Þá samþykkti formannafundur Landssambands lögreglumanna yfirlýsingu þar sem lýst er yfir vantrausti á Harald og skorað á hann að stíga til hliðar.

Úlfar Lúðvíksson segir ummæli Haraldar í Morgunblaðinu á dögunum um spillingu í lögreglunni óábyrg. Uppi sé skaðleg staða sem ríkislögreglustjórinn sé valdur að.

„Það er ekki hægt að hafa lögregluna logandi stafnanna á milli í vantrausti og innbyrðis deilum,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert