„Vongóð um að aðgerðir beri árangur“

Niðurstaða vatnssýna á Droplaugarstöðum liggja fyrir í næstu viku.
Niðurstaða vatnssýna á Droplaugarstöðum liggja fyrir í næstu viku. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

„Við erum vongóð um að aðgerðirnar beri árangur,“ segir Jóhanna Davíðsdóttir, hjúkrunarstjóri á Droplaugarstöðum. Allt lagnakerfi heimilisins var hreinsað eftir að einn íbúi greindist með hermannaveiki í byrjun september og hefur hann náð heilsu. Bakt­erí­an lif­ir í vatni og get­ur vaxið í vatns­lagna­kerfi.

Í næstu viku liggja fyrir niðurstöður sýna sem tekin voru eftir að lagnakerfið var hreinsað. Enn er því unnið eftir leiðbein­ing­um Land­lækn­is og Land­spít­al­ans með viðeigandi ráðstafanir. Íbúum er bent á að ef þeir ætli að nota sturt­una þurfi þeir að láta heitt vatn renna í fimm mín­út­ur og með því ætti bakt­erí­an að vera far­in.

Bakterían getur fjölgað sér í vatnslagnakerfi sem ekki er notað reglulega. Þeir ein­stak­ling­ar sem eru viðkvæm­ir fyr­ir geta veikst af völd­um bakt­erí­unn­ar. „Leg­i­o­nella“-bakt­erí­an sem kall­ast her­manna­veiki er ekki bráðsmit­andi og smit­ast ekki á milli manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert