Engin ákvörðun um hert eftirlit í skólum

Austurbæjarskóli.
Austurbæjarskóli. mbl.is/Árni Sæberg

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur fengið mál níu ára gamallar stúlku sem brotið var á á skólatíma fyrr í þessum mánuði inn á borð til sín og leggst nú yfir það hvernig sé best að bregðast við.

Engin ákvörðun hefur verið tekin um hert eftirlit í skólum borgarinnar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir að Íslendingar hafi til þessa ekki verið hlynntir lokuðum grunnskólum. „Íslendingar vilja hafa skólana opna, meiri sveigjanleika og frelsi en tíðkast erlendis,“ segir Helgi.

Hann segir umræðu um það hvernig eigi að haga þessum málum í gangi en samtalið sé stærra en margir geri sér grein fyrir. „Þetta er samtal sem við þurfum sífellt að vera vakandi fyrir og stór samfélagsleg umræða sem varðar foreldra, börnin og aðra aðila,“ segir Helgi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert