Vöktun á súrnun sjávar og jöklum aukin

Ríflega 250 milljónum króna verður varið til að efla vöktun …
Ríflega 250 milljónum króna verður varið til að efla vöktun á súrnun sjávar og á jöklum næstu fimm árin hér á landi. AFP

Ríf­lega 250 millj­ón­um króna verður varið til að efla vökt­un á súrn­un sjáv­ar og á jökl­um næstu fimm árin hér á landi. Þetta var til­kynnt í dag í til­efni út­komu nýrr­ar skýrslu milli­ríkja­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar (IPCC) um áhrif lofts­lags­breyt­inga á hafið og freðhvolfið.

Skýrsl­an dreg­ur sam­an nýj­ustu og áreiðan­leg­ustu upp­lýs­ing­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á jökla og höf sem eru þeir þætt­ir sem varða Íslend­inga einna mest. Í yf­ir­liti yfir efni skýrsl­unn­ar á vef Veður­stofu Íslands kem­ur m.a. fram að all­ar ís­breiður og jökl­ar á jörðinni eru að minnka vegna lofts­lags­breyt­inga, sjáv­ar­borð hækk­ar meira en gert var ráð fyr­ir og súrn­un sjáv­ar hef­ur auk­ist, að því er um­hverf­is­ráðuneytið grein­ir frá.

Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og …
Árni Snorra­son, for­stjóri Veður­stofu Íslands, Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra og Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Niður­stöðum skilað til alþjóðlegra stofn­ana

„Ljóst er að fylgj­ast þarf vel með of­an­greind­um breyt­ing­um og af þeim sök­um hef­ur Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, ákveðið að auka við vökt­un á hafi og jökl­um í sam­starfi við Haf­rann­sókna­stofn­un og Veður­stofu Íslands.

Í dag und­ir­rituðu ráðherra og for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar samn­ing sem fel­ur í sér að efla vökt­un á súrn­un hafs­ins og áhrif­um henn­ar á líf­ríki og vist­kerfi í haf­inu um­hverf­is Íslands. Haf­rann­sókna­stofn­un fær 35 millj­ón­ir króna á ár­inu 2019 og 30 millj­ón­ir króna ár­lega á ár­un­um 2020-2023, eða sam­tals 155 millj­ón­ir króna, til þessa viðfangs­efn­is.

Fram­lög­um árs­ins í ár verður varið til kaupa á tækja­búnaði til þess að efla vökt­un sem þegar á sér stað um sýru­stig í hafi, en einnig til að hefja vökt­un á botn­dýr­um m.t.t. súrn­un­ar sjáv­ar. Niður­stöðunum verður m.a. skilað til alþjóðlegra stofn­ana og sam­vinnu­verk­efna sem Ísland tek­ur þátt í, auk þess sem þær verða nýtt­ar í reglu­leg­ar vís­inda­skýrsl­ur um af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga á Íslandi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá kem­ur einnig fram að í dag hafi verið til­kynnt um aukna vökt­un Veður­stofu Íslands á jökl­um á Íslandi und­ir heit­inu Hörf­andi jökl­ar.

Framlögum ársins í ár verður varið til kaupa á tækjabúnaði …
Fram­lög­um árs­ins í ár verður varið til kaupa á tækja­búnaði til þess að efla vökt­un sem þegar á sér stað um sýru­stig í hafi, en einnig til að hefja vökt­un á botn­dýr­um m.t.t. súrn­un­ar sjáv­ar. mbl/​Arnþór Birk­is­son

„Alls verður 15 millj­ón­um króna varið í vökt­un­ina í ár og sam­tals 21 millj­ón króna frá og með næsta ári. Á ára­bil­inu 2019-2023 er því um tæp­ar 100 millj­ón­ir að ræða. Fram­lög­in verða m.a. nýtt til þátt­töku í alþjóðleg­um vökt­un­ar­verk­efn­um og til að setja upp sér­staka jökla­vef­sjá sem birt­ir upp­færðar upp­lýs­ing­ar um jökla og jökla­breyt­ing­ar. Af­komu­reikn­ing­ar fyr­ir jökla hér á landi verða einnig bætt­ir sem mun t.d. gefa kost á birt­ingu dag­legra upp­lýs­inga um ákomu, leys­ingu og af­komu þeirra. Þá verður unnið gagna­safn um út­breiðslu ís­lenskra jökla og miðlun upp­lýs­inga og mynd­ræn fram­setn­ing bætt.

Áður hafði verið ákveðið að efla vökt­un á sjáv­ar­stöðubreyt­ing­um og skriðuhættu, m.a. með vís­an í af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga. Bætt vökt­un á of­an­greind­um þátt­um styrk­ir starf við hættumat og al­manna­varn­ir og nýt­ingu auðlinda, auk þess að bæta vís­inda­lega þekk­ingu. Góð vökt­un er líka lyk­ill að aðlög­un ís­lensks sam­fé­lags að lofts­lags­breyt­ing­um í framtíðinni,“ seg­ir enn­frem­ur. 

Íslensk stjórn­völd hafi stigið stórt skref í átt að auk­inni þekk­ingu

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, seg­ir að ís­lensk stjórn­völd hafi nú stigið stórt skref í átt að auk­inni þekk­ingu á áhrif­um lofts­lags­breyt­inga á nokkra lyk­ilþætti eins og súrn­un hafs­ins, jökla, skriðuhættu og sjáv­ar­stöðubreyt­ing­ar. Vökt­un sé afar mik­il­vægt tæki til að hjálpa við að að skilja m.a. bet­ur af­leiðing­ar ham­fara­hlýn­un­ar og sé ekki síst þýðing­ar­mikið fyr­ir vinnu þegar komi að aðlög­un ís­lensks sam­fé­lags að lofts­lags­breyt­ing­um.

„Að sama skapi er sú þekk­ing sem hér mun verða til veiga­mikið inn­legg Íslands til lofts­lags­mála á alþjóðleg­um vett­vangi.“

Íslensk­ir vís­inda­menn komu að gerð skýrsl­unn­ar og Veður­stofa Íslands, sem er tengiliður við starf IPCC, hef­ur sem fyrr seg­ir tekið sam­an yf­ir­lit yfir efni henn­ar og birt á heimasíðu sinni. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra mun ávarpa kynn­ing­ar­fund um efni skýrsl­unn­ar á fundi í New York í dag, þar sem vís­inda­menn sem komu að smíði henn­ar munu fara yfir efni henn­ar og helstu niður­stöður.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert