Ríkisstörfum fjölgar ár frá ári

mbl.is/Kristinn Magnússon

Störfum á vegum ríkisins hefur fjölgað á hverju ári á umliðnum árum og fjölgaði stöðugildum hjá ríkinu um 1,9% á seinasta ári. Frá árinu 2013 hefur ríkisstörfunum fjölgað um 2.101 mælt í fjölda stöðugilda eða um 9,3%.

Þetta kemur fram í nýbirtri könnun Byggðastofnunar á staðsetningu starfa á vegum ríkisins í lok hvers árs en stofnunin hefur gert slíkar kannanir allt frá árunum 2013-2014. Núna liggja fyrir tölur um fjölda stöðugilda til seinustu áramóta þar sem fram kemur að heildarfjöldi stöðugilda á vegum ríkisins var þá kominn í 24.755 og hafði þá aukist um 465 á einu ári.

Mun fleiri konur en karlar starfa á vegum ríkisins, í stjórnsýslunni, opinberum hlutafélögum og hjá stofnunum þess. Hefur kynjahlutfallið verið eins á milli ára en stöðugildi kvenna telja um 63% ár hvert. „Á heilbrigðisstofnunum og hjúkrunar- og dvalarheimilum eru um 10 þúsund stöðugildi árið 2018. Konur eru þar í 83% stöðugilda,“ segir í umfjöllun Byggðastofnunar, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Fram kemur í skýrslunni Hvar eru ríkisstörfin – Fjöldi ríkisstarfa 31.12. 2018 að störfum á vegum ríkisins fjölgaði á öllum landsvæðum í fyrra en í mjög mismunandi miklum mæli. Í ýmsum minni byggðarlögum átti sér stað fækkun en allir stærstu þéttbýlisstaðirnir á landsbyggðinni í hverjum landshluta bættu við sig stöðugildum í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert