Þeir sem andmæla forystunni falla í ónáð

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hin „nýja stétt“ yfirmanna á Eflingu tamdi sér þann stjórnunarstíl að þeir sem andmæltu þeim eða reyndu að leiðbeina þeim féllu þegar í stað í ónáð. Annaðhvort var að hlýða yfirmönnum í einu og öllu eða taka pokann sinn.“

Þetta skrifar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Eflingar, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að starfsmenn sem urðu fyrir þessari framkomu hafi haft langa reynslu og víðtæka þekkingu af starfi fyrir félagið.

Þráinn segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafi tilkynnt það á fjölmennum starfsmannafundi í maí 2018 að honum yrði vikið úr starfi skrifstofustjóra. Þá hafði hann starfað í hálfan fjórða áratug fyrir verkalýðshreyfinguna. Hann segir að forystumenn Eflingar hagi sér eins og verstu atvinnurekendur. „Mál fjögurra starfsmanna eru nú í meðferð lögmanna sem starfsmenn hafa þurft að útvega sér til að verja hagsmuni sína. Þá eru einnig fleiri starfsmenn í langtímafjarvistum sem hafa hrakist burt af vinnustaðnum vegna framkomu stjórnenda.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert