Tíu hafa sótt um stöðu þriggja framkvæmdastjóra nýrra sviða á Landspítalanum í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tekur gildi á næstunni.
Breytingarnar, sem gerðar eru í skugga rekstrarhalla spítalans, snúa meðal annars að umtalsverðum breytingum á framkvæmdastjórn spítalans þar sem framkvæmdastjórum verður fækkað um tæpan helming.
Störfin voru auglýst 1. september. Tólf sóttu um í upphafi en tveir drógu umsókn sína til baka, að því er fram kemur í frétt á vef spítalans.
Umsækjendur um störfin eru:
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir
Hlíf Steingrímsdóttir
Ingi Jarl Sigurvaldason
Ingólfur Þórisson
Jóhann Jónsson
Jóhann Kristjánsson
Jón Hilmar Friðriksson
Lilja Stefánsdóttir
Ravi Jani
Vigdís Hallgrímsdóttir