80 börn aðstoðuðu Umhverfishetjuna

Umhverfishetjan heldur áfram að láta til sín taka og í dag fékk hún aðstoð frá 80 skólakrökkum í Langholtsskóla við að plokka og lagfæra nærumhverfið. Krakkarnir eru forvitnir um hetjuna og fengu að spyrja hana spjörunum úr. Sjálf höfðu þau gert sér búninga af þessu tilefni.

Fyrir valinu var svæði í kringum styttuna Hyrninga VI eftir Hallstein Sigurðsson, sem stendur á horni Álfheima og Langholtsvegar og þar var nóg af rusli. Í myndskeiðinu má sjá allar ofurhetjurnar að störfum.

Í síðustu viku fylgdumst við með hetjunni taka til hendinni í Skeifunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka