Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn barni

Embætti héraðssaksóknara gefur út ákæru í málinu
Embætti héraðssaksóknara gefur út ákæru í málinu mbl.is/Árni Sæberg

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa ítrekað yfir margra ára tímabil brotið kynferðislega gegn stúlku frá því að hún var níu eða tíu ára þangað til hún var 16 ára.

Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi í eitt skipti þegar stúlkan var níu eða tíu ára gyrt niður um hana og strokið kynfærin á henni meðan hún var sofandi. Vaknaði stúlkan við brot mannsins og hætti hann þá. Þá er hann ákærður fyrir að hafa ítrekað látið stúlkuna sitja í fangi sér í bíl sínum þegar hún var ellefu til tólf ára og leyft henni að keyra bílinn. Á sama tíma var maðurinn með hendur sínar undir buxnastreng stúlkunnar og strauk henni innanklæða.

Að lokum er maðurinn ákærður fyrir að hafa í eitt skipti þegar hún var 16 ára farið inn í herbergi þar sem hún svaf og dregið niður hlýrabol hennar og berað brjóst hennar meðan hún svaf.

Eru brot mannsins talin varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga sem og 2. mgr. 201 gr. hegningarlaganna þegar stúlkan var orðin 16 ára.

Farið er fram á að hann verði dæmdur til refsingar sem og að greiða stúlkunni 2 milljónir í miskabætur. Málið var þingfest í Héraðasdómi Reykjavíkur í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert