Flöskuskeytið sem enginn vill fá

Hver flaska táknar einn Íslending sem greinist með krabbamein, m.v. …
Hver flaska táknar einn Íslending sem greinist með krabbamein, m.v. meðaltal áranna 2013-2017. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þeir sem hafa verið gestkomandi í Kringlunni síðustu daga hafa eflaust orðið varir við uppstillingu sem Blái naglinn hefur sett upp á jarðhæð verslunarmiðstöðvarinnar, en hún samanstendur af 1.600 flöskum.

Á hver flaska að tákna einn Íslending sem greinist með krabbamein á ári hverju, og er miðað við meðaltal áranna 2013-2017.

Jóhannes V. Reynisson, stofnandi Bláa naglans, segir markmiðið það að hvetja til þess að tekin verði upp kerfisbundin skimun í blóði á fimm ára fresti fyrir krabbameini á heilsugæslustöðvum fyrir bæði kyn frá og með 20 ára aldri.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jóhannes aðdragandann mega rekja til þess er hann sjálfur greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2011. Í framhaldinu hafi hann viljað gera sitt til þess að koma í veg fyrir að synir sínir þyrftu að heyja sömu glímu. Hefur Jóhannes meðal annars gert heimildarmyndina Blái naglinn, auk þess sem samtökin stefna að stofnun sérstaks samfélagssjóð sem á að styðja við rannsóknir á krabbameini.

Táknað með lituðum borðum

Af flöskunum 1.600 eru 616 svartmálaðar. Jóhannes segir þær flöskur tákna þá Íslendinga sem látast á hverju ári af völdum krabbameins. Þá eru á glæru flöskunum borðar sem tákna eiga hin mismunandi krabbamein sem fólk getur fengið. Þannig er bleikur borði tákn fyrir brjóstakrabbamein og hvítur fyrir beinkrabba, svo dæmi séu nefnd.

Hver flaska táknar einn Íslending sem greinist með krabbamein, m.v. …
Hver flaska táknar einn Íslending sem greinist með krabbamein, m.v. meðaltal áranna 2013-2017. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert