Þegar er búið að selja á fimmta tug nýrra íbúða á reit-E á Hlíðarenda. Fyrstu íbúðirnar fóru í sölu í júní en tveir stigagangar til viðbótar komu í sölu fyrir um þremur vikum.
Fyrstu íbúarnir fluttu inn á reitinn í byrjun vikunnar en alls verða rúmlega 670 íbúðir á fjórum íbúðareitum á Hlíðarenda. Um er að ræða reiti með inngörðum; E, C, D og F.
Til viðbótar koma íbúðir á öðrum reitum, þ.m.t. hugsanlegar stúdentaíbúðir, alls allt að 930 íbúðir.
Að jafnaði fylgir eitt bílastæði í kjallara með íbúðum en fleiri stæði fylgja sumum íbúðanna.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Garðar Hólm fasteignasali þegar búið að taka frá nokkrar þakíbúðir á E-reit. Þær geta kostað vel á annað hundrað milljónir.