Norðlendingar njóta sumaraukans

Gestir Sundlaugar Akureyrar hafa sleikt sólina á bökkum laugarinnar þegar …
Gestir Sundlaugar Akureyrar hafa sleikt sólina á bökkum laugarinnar þegar hún hefur sýnt sig í haust. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Íbúar á Norður- og Austurlandi hafa notið sumaraukans sem þeir fengu um helgina og í þessari viku. Lifnað hefur yfir sundlaugum og útivistarsvæðum. Nú er hins vegar útlit fyrir umskipti í veðrinu. Það þykknar upp fyrir norðan og austan en léttir til syðra og næstu daga verður svalt í veðri fyrir norðan.

„Hér eru allir glaðir og kátir. Aðsóknin eykst alltaf þegar sólin skín og fólk situr lengur en vanalega,“ segir Kristín Kjartansdóttir, vaktstjóri í Sundlaug Akureyrar, um áhrif hlýindanna á aðsókn. Hún segir áberandi hve margt fjölskyldufólk komi í sund eftir vinnu og skóla hjá börnunum. Þá sé enn talsvert af útlendingum, meðal annars úr skemmtiferðaskipunum sem enn eru að koma við á Akureyri.

Sömuleiðis hefur verið ágætis aðsókn að tjaldsvæðinu á Hömrum í Kjarnaskógi. Jóhann Malmquist, starfsmaður Hamra, segir að einnig sé fólk að sækja í útivistarsvæðið, í tjarnirnar, frisbígolf og gönguferðir um svæðið. Tjaldsvæðið er opið allt árið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert