Ferðaþjónustan að Húsafelli hefur byggt upp óvenjulegan baðstað í Hringsgili, sem er í Reiðarfellsskógi.
Byggir uppbyggingin á heitu vatni sem fannst í gilinu eftir talsverða leit, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Aðgangur að Giljaböðunum, eins og þau eru nefnd, verður takmarkaður og aðeins í boði undir leiðsögn þar sem m.a. er fjallað um sjálfbæra orkunýtingu í Húsafelli.