Flugmenn í þröngri stöðu

Gjaldþrot allmargra flugfélaga víða um heim síðustu misserin gera möguleika íslenskra flugmanna sem misst hafa vinnu sína hér heima til starfa erlendis þrönga. Þekkt er að Icelandair fækki flugmönnum yfir veturinn þegar minna er umleikis í fluginu en ráði þá aftur á sumrin.

Margir flugmenn hafa þá farið til starfa erlendis, sem lítið svigrúm er til nú. Þetta segir Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í Morgunblaðinu í dag.

Framlenging á kjarasamningi Icelandair við Félag íslenskra atvinnuflugmanna var undirritaður á miðvikudag og gildir út september á næsta ári. Jafnhliða var dregið til baka að segja 111 flugmönnum upp störfum og bjóða þeim 50% starf frá og með 1. desember næstkomandi fram til 1. apríl. Þess í stað var 87 flugmönnum sagt upp störfum frá 1. október. Stjórnendur Icelandair vænta þess þó að hægt verði að ráða þá sem sagt var upp störfum aftur í vor. Áður hafði 45 flugmönnum verið sagt upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert