Getum drukkið brennivín á öðrum tímum

Haraldur Þór Jóhannsson – Halli í Enni – við störf …
Haraldur Þór Jóhannsson – Halli í Enni – við störf í réttinni. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

„Það er óskaplega gaman að taka þátt í þessu. Margir koma að. Ég hef stundum sagt að það sé jafn nauðsynlegt fyrir hestamenn að koma í Laufskálarétt og fyrir múslima að fara til Mekka.“

Þetta segir Haraldur Þór Jóhannsson, bóndi í Enni í Viðvíkursveit í Skagafirði, í Morgunblaðinu í dag. Laufskálarétt, drottning stóðréttanna, verður í Hjaltadal á morgun, laugardag.

Skagfirðingar gera þriggja daga hátíð úr stóðsmölum og réttum. Ferðaþjónustufyrirtæki bjóða gestum að taka þátt í stóðsmölun í Unadal við Hofsós og réttum í Árhólarétt í dag og síðan smölun í Kolbeinsdal á morgun, sem lýkur með sundurdrætti hrossa í Laufskálarétt.

Hrossaræktendur hita upp með opnu húsi á búum sínum í dag og í kvöld verður skemmtun og hestasýning í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Á laugardagsmorgni fer fólk ríðandi í Kolbeinsdal til móts við bændur sem smala dalinn og hjálpa til við að reka stóðið til réttar. Sundurrekstur á hrossum hefst síðan í Laufskálarétt um klukkan 13.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert