Mikil aðsókn er á sjávarútvegssýninguna sem haldin er í Laugardalshöll og lýkur í dag. Þegar blaðamann mbl.is bar þar að garði upp úr hádegi voru bílastæðaverðir að sekta þá sem höfðu lagt bílum sínum ólöglega.
Að sögn blaðamanns á staðnum var fjölda bíla lagt ólöglega og því nóg að gera hjá starfsmönnum bílastæðasjóðs.
Þeir sem leggja ólöglega geta átt vona á tíu þúsunda króna sekt fyrir vikið.