Níu samgönguframkvæmdir fengu flýtimeðferð

00:00
00:00

Í sam­komu­lagi rík­is­ins og sex sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu um upp­bygg­ingu sam­göngu­innviða og al­menn­ings­sam­gangna á svæðinu næstu fimmtán árin, sem und­ir­ritað var í gær, er níu fram­kvæmd­um af átján flýtt miðað við þær til­lög­ur sem viðræðuhóp­ur um upp­bygg­ingu sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu til 2033 hafði kynnt í nóv­em­ber í fyrra. Ljúka á vinnu við tvær fram­kvæmd­irn­ar fyr­ir lok árs­ins 2021 og þá er tveim­ur fram­kvæmd­um vegna borg­ar­línu flýtt. Ann­ars veg­ar leiðinni frá Hamra­borg í Lind­ir og hins veg­ar frá Ártúni í Mos­fells­bæ.

Á myndinni eru framkvæmdir vegna Borgarlínu teiknaðir með gulu, en …
Á mynd­inni eru fram­kvæmd­ir vegna Borg­ar­línu teiknaðir með gulu, en stofn­vega­fram­kvæmd­ir með bláu. Stokk­ar eru í breiðari blá­ar lín­ur.

Sam­hliða fram­kvæmd­um sam­kvæmt sam­komu­lag­inu á að leggja á svo­kölluð flýti- og um­ferðar­gjöld, en eins og nafnið gef­ur til kynna er þeim ætlað að standa straum af hluta kostnaðar við upp­bygg­ing­una. Á heimasíðu sam­göngusátt­mál­ans er tekið fram að níu fram­kvæmd­um hafi verið flýtt frá fyrri hug­mynda­vinnu. Þetta eru eft­ir­tald­ar fram­kvæmd­ir:

Fram­kvæmd­ir - Upp­haf - Lok

  • Reykja­nes­braut: Gatna­mót við Bú­staðaveg - 2021-2021
  • Arn­ar­nes­veg­ur: Rjúpna­veg­ur – Breiðholts­braut - 2021-2021
  • Sæ­braut­ar­stokk­ur: Vest­ur­lands­veg­ur – Holta­veg­ur- 2021-2022
  • Mikla­braut­ar­stokk­ur: Snorra­braut – Rauðar­ár­stíg­ur - 2022-2023
  • Borg­ar­lína: Hamra­borg – Lind­ir - 2023-2024
  • Mikla­braut­ar­stokk­ur: Rauðar­ár­stíg­ur – Kringlu­mýr­ar­braut - 2024-2026
  • Reykja­nes­braut: Álfta­nes­veg­ur – Lækj­ar­gata - 2024-2028
  • Hafn­ar­fjarðar­veg­ur: Stokk­ur í Garðabæ - 2028-2030
  • Borg­ar­lína: Ártún – Mos­fells­bær - 2031-2033
Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um upp­bygg­ingu sam­göngu­innviða …
Sam­komu­lag rík­is­ins og sex sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu um upp­bygg­ingu sam­göngu­innviða og al­menn­ings­sam­gangna á svæðinu næstu fimmtán árin und­ir­ritað. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hér verður aðeins nán­ar gerð grein fyr­ir þess­um níu fram­kvæmd­um. Þær kostnaðartöl­ur sem eru birt­ar koma úr til­lög­um viðræðuhóps­ins frá því í nóv­em­ber 2018. Þær eru til viðmiðunar, en tekið skal fram að sum­ar hug­mynd­irn­ar hafa tekið breyt­ing­um, jafn­vel tals­vert mikl­um, þannig að ekki er hægt að gera ráð fyr­ir að þær töl­ur eigi full­kom­lega við í dag.

Reykja­nes­braut: Gatna­mót við Bú­staðaveg 2021-2021

Þessi kafli er til móts við veit­ingastaðinn Sprengisand þar sem um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir Veitna fóru fram núna í sum­ar. Í til­lög­um viðræðuhóps­ins kem­ur ekki fram hvað ná­kvæm­lega lagt er til að gert verði við gatna­mót­in, en þau eru hins veg­ar áformuð á tíma­bil­inu 2019-2023. Í nýja sam­komu­lag­inu kem­ur hins veg­ar fram að hefjast eigi handa við þau árið 2021 og ljúka við þau sama ár. Áætlaður kostnaður viðræðuhóps­ins var 1 millj­arður.

Arn­ar­nes­veg­ur: Rjúpna­veg­ur – Breiðholts­braut 2021-2021

Hér er horft til síðasta áfanga Arn­ar­nes­veg­ar­ins, sem nær frá efri byggðum Kópa­vogs um Vatns­enda­hæð og teng­ist svo inn á Breiðholts­braut­ina fyr­ir ofan Sel­in, en neðan Hvarfa­hverf­is. Áður var kláruð teng­ing­in frá Reykja­nes­braut fyr­ir ofan Linda­hverfi að Sala­hverfi. Í áætl­un viðræðuhóps­ins var gert ráð fyr­ir 1,5 millj­örðum í þessa fram­kvæmd og að hún yrði á tíma­bil­inu 2024-28. Nú er hins veg­ar horft til þess að haf­ist verði handa árið 2021 og veg­ur­inn kláraður sama ár. 

Sæ­braut­ar­stokk­ur: Vest­ur­lands­veg­ur – Holta­veg­ur 2021-2022

Eins og með Arn­ar­nes­veg­inn var þessi fram­kvæmd sett á tíma­bilið 2024-28 hjá viðræðuhópn­um, en er nú kom­in fram til árs­ins 2021. Reynd­ar er horft til þess að fram­kvæmd­ir klárist ári seinna, eða 2022. Hjá viðræðuhópn­um var hins veg­ar horft til þess að um bætt gatna­mót væri að ræða alla leið að Stekkj­ar­bakka frá Holta­vegi, en ekki að um stokk sé að ræða. Í sam­komu­lag­inu er aft­ur á móti komið inn að fram­kvæmd­in sé í formi stokks og þá er aðeins horft til kafl­ans frá Vest­ur­lands­vegi að Holta­vegi. Það má þó benda á að gatna­mót Reykja­nes­braut­ar og Bú­staðaveg­ar, sem eru jú í átt­ina að Stekkj­ar­bakka, eru fyrsta fram­kvæmd­in á þess­um lista.

Miklu­braut­ar­stokk­ur: Snorra­braut – Rauðar­ár­stíg­ur 2022-2023

Þá er komið að næsta stokk, en í þetta skiptið er það fyrri hluti á stokki und­ir Miklu­braut. Miðað við sam­komu­lagið á stokk­ur­inn að ná full­kláraður frá Snorra­braut að Kringlu­mýr­ar­braut. Í áætl­un viðræðuhóps­ins var horft til þess að stokk­ur­inn myndi ná alla leið að Háa­leit­is­braut í austri, en í nýja sam­komu­lag­inu hef­ur sú vega­lengd verið stytt tals­vert. Nú ert horft til þess að haf­ist verði handa við þenn­an fyrsta áfanga 2022 og hann kláraður 2023, en áður var horf til þess að vinna við stokk­inn myndi hefjast á tíma­bil­inu 2024-2028 og standa yfir til 2033. Áætlað til verks­ins í heild voru 10 millj­arðar á hvoru tíma­bil­inu, eða sam­tals 20 millj­arðar. Þá er einnig gert ráð fyr­ir kostnaði við borg­ar­línu sem nær um Miklu­braut­ina, en það kem­ur auka­lega við þessa upp­hæð.

Borg­ar­lína: Hamra­borg – Lind­ir 2023-2024

Sam­kvæmt nýja sam­komu­lag­inu verður haf­ist handa við fyrta áfanga borg­ar­línu á ár­un­um 2021-2023 með ann­ars veg­ar teng­ingu frá Ártúni niður á Hlemm og svo frá Hamra­borg á Hlemm. Teng­ing frá Hamra­borg um Smára í Lind­ir er svo hluti af næsta skrefi fyrsta áfanga. Hjá viðræðuhópn­um var horft til þess að þessi fram­kvæmd væri á tíma­bil­inu 2024-2028 og að kostnaður væri 3,4 millj­arðar. Í nýja sam­komu­lag­inu er hins veg­ar búið að færa þetta fram til árs­ins 2023-2024.

Miklu­braut­ar­stokk­ur: Rauðar­ár­stíg­ur – Kringlu­mýr­ar­braut  2024-2026

Seinni hlut­inn af Miklu­braut­ar­stokkn­um. Í þetta skiptið nær hann frá Rauðar­ár­stíg að Kringlu­mýr­ar­braut. Eins og kom fram hér að ofan er ekki leng­ur gert ráð fyr­ir að stokk­ur­inn nái alla leið að Háa­leit­is­braut. Sem fyrr seg­ir var áætlaður kostnaður vegna verks­ins í heild 20 millj­arðar og átti það að vinn­ast frá 2024-2033. Nú er hins veg­ar horft til þess að það verði að fullu klárað fyr­ir árs­lok 2026.

Reykja­nes­braut: Álfta­nes­veg­ur – Lækj­ar­gata 2024-2028

Hér er um að ræða veg­kafl­ann sem nær frá Álfta­nes­vegi (rétt aust­an við íþrótta­svæði FH) og svo Reykja­nes­braut­ina að Lækj­ar­götu. Í upp­haf­leg­um til­lög­um viðræðuhóps­ins er lagt til að leggja þenn­an kafla í stokk, en á kynn­ingu frá í gær er aðeins talað um stofn­braut, en ekki stokk. Hjá viðræðuhópn­um var horft til þess að fram­kvæmd­in yrði ein­hvern tím­ann á tíma­bil­inu 2024-2028, en það er sama fram­kvæmda­tíma­bil og er nú gefið upp sam­kvæmt nýja samn­ingn­um. Fram­kvæmd­ir við stokk­inn voru áætlaðar 5 millj­arðar af viðræðuhópn­um.

Hafn­ar­fjarðar­veg­ur: Stokk­ur í Garðabæ 2028-2030

Stokk­ur á Hafn­ar­fjarðar­vegi í Garðabæ fram hjá Víf­ilsstaðavegi og upp á Ásholtið er nú kom­inn á dag­skrá frá 2028-2030, en hafði áður verið áætlað af viðræðuhópn­um frá 2029-2033. Kostnaður við stokk­inn var þá áætlaður 7 millj­arðar. Er stokk­ur­inn lagður í tengsl­um við fram­kvæmd­ir við borg­ar­línu sem áformað er að fari um Hafn­ar­fjarðar­veg inn í Hafn­ar­fjörð.

Borg­ar­lína: Ártún – Mos­fells­bær 2031-2033

Síðasta fram­kvæmd­in á þess­um flýtil­ista er borg­ar­lína frá Ártúni yfir í Mos­fells­bæ. Hjá viðræðuhópn­um var ráðgert að þetta væri hluti af öðrum áfanga borg­ar­línu, sem ráðist yrði í eft­ir árið 2030 og lokið yrði við fyr­ir árið 2040. Áttu þar einnig að vera leiðir inn í ytri hverfi Hafn­ar­fjarðar og Kópa­vogs, upp í Breiðholt, Mos­fells­bæ, Seltjarn­ar­nes og Laug­ar­nes­hverfi. Með þessu er hins veg­ar verið að flýta Mos­fells­leiðinni yfir á árin 2031-2033. Ekki var áætlaður kostnaður fyr­ir verkið, þar sem til­lög­ur viðræðuhóps­ins náðu aðeins til árs­ins 2033 og var Mos­fells­leiðin ekki þar inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert