Snýr einkum að forvörnum

Vinna við að fylgja tilmælum GRECO er langt komin.
Vinna við að fylgja tilmælum GRECO er langt komin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dómsmálaráðuneytið hefur unnið í að bregðast við þeim tilmælum sem nefnd eru í GRECO-skýrslunni um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds og löggæslu á Íslandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir þá vinnu vera langt komna.

„Í Greco-skýrslunni snúa flest málanna að fræðslu og forvörnum, hvernig hægt sé að varna spillingu frekar en að kallað sé eftir aðgerðum um að uppræta slíkt,“ segir Áslaug.

Á meðal þess sem nefnt var í skýrslunni var að það vantaði skýrari reglur um aukastörf lögreglumanna. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Áslaug að vinna við að setja þær sé nú á lokastigi innan ráðuneytisins, en vinnan var í samráði við ríkislögreglustjóra og aðra lögreglustjóra.

Þá hafi einnig verið brugðist við tilmælum um rannsóknum á brotum lögreglumanna, þannig að héraðssaksóknari sér nú um slíkar rannsóknir samkvæmt lögreglulögum. „Svo höfum við eflt Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, sem sér um símenntun og endurmenntun lögreglumanna, og við höfum styrkt þau.“ Þá hafi nefnd um eftirlit með lögreglu, sem starfandi hefur verið frá árinu 2017, gefið af sér góða raun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert