Vanda til verka við endurskoðun stjórnarskrárinnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir niðurstöður skoðanakönnunarinnar í gær.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir niðurstöður skoðanakönnunarinnar í gær. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir margt áhugavert hafa komið fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þar kom meðal annars fram að fleiri væru ánægðir með núverandi stjórnarskrá en óánægðir.

„Það er rétt að annars vegar kom þetta fram sem þú vísar í en það kom líka fram mikill áhugi til dæmis á að inn í stjórnarskrá komi nýtt ákvæði um auðlindir, 90% svöruðu því játandi,“ segir Katrín spurð hvort endurskoðun stjórnarskrárinnar sé nauðsynleg í ljósi niðurstaðna skoðanakönnunarinnar í samtali við mbl.is Hún bætti við:

„Þá telja 80% mikla þörf á því að það komi inn ákvæði um umhverfisvernd. Sömuleiðis er mikill meirihluti fyrir ákvæðum um íslenska tungu og þjóðarfrumkvæði sem mér fannst áhugavert.“

Hún telur að stjórnvöld séu að nálgast verkefnið með réttum hætti, það er að vinna með þær tillögur sem hafa komið fram á undanförnum árum og tekur fram að þau séu að vanda til verka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka