Örn Kaldalóns Magnússon var 19 ára að aldri þegar hann greindist með DM-sjúkdóminn, sem er vöðvarýrnunarsjúkdómur og hefur áhrif á mörg kerfi líkamans.
Örn verður fertugur á sunnudag, en hann hefur verið veikur meira og minna alla ævi. Viðtal er við hann og móður hans, Margréti Kaldalóns, í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Lengi vel var ekki vitað hvað amaði að drengnum og engin skýring fannst fyrr en hann var tæplega tvítugur. DM-sjúkdómurinn er sjaldgæfur. Á heimsvísu er hlutfallið 1 af hverjum 8.000 en hér á landi er sjúkdómurinn algengari, eða 1 af hverjum 3.500.