Lífskjarasamningnum ógnað

Skrifað undir lífskjarasamninginn.
Skrifað undir lífskjarasamninginn. mbl.is/​Hari

„Hvað lífs­kjara­samn­ing­inn varðar þá vinn­ur þetta al­ger­lega gegn mark­miðum hans. Það ligg­ur í hlut­ar­ins eðli þar sem samn­ing­ur­inn fól í sér að lækka kostnaðinn við það að lifa, þar með talið með til­liti til skatt­byrði.“

Þetta seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, um hug­mynd­ir um veg­gjöld í sam­komu­lagi rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu um upp­bygg­ingu sam­gangna.

„Ég trúi því að stjórn­völd átti sig á því í hvaða veg­ferð þau eru að fara ætli þau sér að ógna þeirri miklu og góðu vinnu sem við náðum síðasta vor með gerð þriggja og hálfs árs samn­ings,“ seg­ir hann í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Ragn­ar bend­ir á að viðbúið sé að veg­gjöld­in lendi ekki hvað síst á lág­tekju­fólki sem sest hafi að í út­hverf­um til þess að kom­ast í ódýr­ara hús­næði. „Þetta ligg­ur í hlut­ar­ins eðli. Sér­stak­lega í ljósi þess að lág­tekju­fólk hef­ur verið að koma sér fyr­ir í út­hverf­um borg­ar­inn­ar og gott bet­ur en það. Fólk hef­ur til dæm­is verið að flytja á Suður­nes­in, Suður­landið, Akra­nes. Fólk hef­ur verið að flýja alltaf lengra og lengra út fyr­ir stór­höfuðborg­ar­svæðið til þess að kom­ast í hag­kvæm­ara hús­næði og þar af leiðandi taka á sig þann auka­kostnað sem felst í því að keyra á milli. Auk­in veg­gjöld munu klár­lega stríða gegn öll­um þeim mark­miðum sem við höf­um verið að setja okk­ur varðandi lífs­kjara­bæt­ur, ekki aðeins fyr­ir lægri tekju­hóp­ana held­ur alla tekju­hópa,“ seg­ir hann.

„Al­mennt erum við í Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins hlynnt veg­gjöld­um, en al­mennt snýst málið um að áhersl­urn­ar séu rétt­ar og þá skipt­ir rétt út­færsla mála öllu,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA. „Ísland er þegar háskatta­ríki í alþjóðleg­um sam­an­b­urði og því þarf við inn­leiðingu veggjalda að gæta þess að þau auki ekki álög­ur á fólk og fyr­ir­tæki um­fram það sem nú er,“ seg­ir Hall­dór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka