Opinn íbúafundur um uppgjör skuldar

Vopnafjörður. Sveitarsjóður hefur orðið fyrir áföllum og treystir hreppsnefnd sér …
Vopnafjörður. Sveitarsjóður hefur orðið fyrir áföllum og treystir hreppsnefnd sér ekki til mikilla útgjalda umfram þau lögboðnu. mbl.is/Golli

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps hefur boðað til opins íbúafundar nk. mánudag til að kynna ákvörðun um uppgjör á vangoldnum lífeyrissjóðsiðgjöldum hluta starfsmanna sinna.

Vegna mistaka voru mótframlög vinnuveitenda ekki hækkuð á árinu 2005, í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Gekk þetta í tíu ár og safnaðist upp rúmlega 40 milljóna króna skuld.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag kemur fram, að sveitarstjórn ákvað að greiða höfuðstólinn og vexti af greiðslum sem ekki teljast fyrndar. Telur nefndin að lífeyrissjóðurinn Stapi eigi einnig að taka ábyrgð en hann lætur það sem upp á vantar skerða lífeyrisréttindi starfsfólksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert