Útflutningur fer vel af stað

Arctic Fish er með laxeldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða. Gæðafiskur …
Arctic Fish er með laxeldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða. Gæðafiskur er fluttur til Kína. mbl.is/Helgi Bjarnason

Arctic Fish er komið af stað með útflutning á ferskum laxi til Kína, eftir að síðustu hindrunum í framkvæmd samnings um fríverslun vegna innflutnings á laxi til Kína var rutt úr veginum.

Þrjár sendingar hafa farið í þessari viku, alls um 13 tonn, og meira er í farvatninu, að sögn Sigurðar Péturssonar, framkvæmdastjóra hjá Arctic.

Litlar tilraunasendingar fóru frá Keflavíkurflugvelli í byrjun vikunnar og var Sjanghaí áfangastaðurinn. Flutningar og tollafgreiðsla gekk upp og fór stærri sending í kjölfarið. Sigurður segir að Arctic Fish njóti þess að eigendurnir hafi reynslu og þekkingu í viðskiptum með fisk á alþjóðamarkaði. Nefnir hann að Novo Food sé með söluskrifstofu á Íslandi og öll tilskilin leyfi til útflutnings til Kína. Þá sé Norway Royal Salmon með sölukerfi í Kína og taki á móti laxinum ytra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert