23 af 40 verkefnum sýnd í RÚV

Víti í Vestmannaeyjum var eitt verkefnanna sem fengu endurgreiðslu árið …
Víti í Vestmannaeyjum var eitt verkefnanna sem fengu endurgreiðslu árið 2018. Hér er hluti leikaranna við frumsýningu myndarinnar mbl.is/Kristinn Magnússon

Á árinu 2018 fengu framleiðendur fjörutíu kvikmynda, heimildamynda og sjónvarpsþátta endurgreiðslur frá Kvikmyndamiðstöð Íslands vegna framleiðslu hérlendis. Samtals námu endurgreiðslurnar um 1.049 milljónum króna.

Sjónvarp Ríkisútvarpsins (RÚV) tók 23 þessara fjörutíu verkefna til sýninga og námu endurgreiðslur vegna þeirra verka rúmum 404 milljónum króna.

„Meirihlutinn af þessum verkefnum hefur verið sýndur á RÚV, einkum vegna þess að RÚV hefur nánast verið eini kaupandinn að sýningarrétti á nær öllum íslenskum kvikmyndum og heimildamyndum síðustu árinn,“ sagði Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri hjá RÚV.

Stöð 2 sýndi fimm þáttaraðir sem fengu endurgreiðslur frá Kvikmyndamiðstöð árið 2018 og þrjár þáttaraðir 2017. Sjónvarp Símans sýndi a.m.k. níu sjónvarpsþáttaraðir sem fengu endurgreiðslur í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka