„Á að vera svo kúl og nett“

Karítas Rós Herdísardóttir (t.v) og Kristin Ros Guevarra Tamarao (önnur …
Karítas Rós Herdísardóttir (t.v) og Kristin Ros Guevarra Tamarao (önnur frá hægri) ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fremsta bekk í skólastofu í Fellaskóla í morgun þar sem áhersluatriði Forvarnardagsins 2019, sem haldinn verður á miðvikudag, voru rædd. mbl.is/Árni Sæberg

9,5% nem­enda í 9. bekk hafa notað rafsíga­rettu 20 sinn­um eða oft­ar en í 10. bekk er hlut­fallið orðið 17,8% á landsvísu. Á sama tíma eykst orku­drykkja­notk­un og 42% ung­menna í 9. bekk fá ekki næg­an svefn. 

Þetta sýna niður­stöður nýrr­ar könn­un­ar frá Rann­sókn­um og grein­ing­um. Krist­in Ros Gu­evarra Tom­arao og Karítas Rós Her­dís­ar­dótt­ir, nem­end­ur í 9. bekk við Fella­skóla, segja orku­drykki og rafrett­ur orðna áber­andi „fylgi­hluti“ nem­enda á ung­linga­stigi. „Það á að vera svo „kúl“ og nett,“ seg­ir Krist­in. 

Sér­stak­ur kynn­ing­ar­fund­ur um for­varn­ar­dag­inn, sem hald­inn verður í flest­um grunn- og fram­halds­skól­um á miðviku­dag­inn, var hald­inn í Fella­skóla í morg­un. Krist­in og Karítas eru á meðal nem­enda í 9. bekk sem tóku á móti for­seta Íslands, borg­ar­stjóra, for­manni Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og full­trú­um þeirra sam­taka og stofn­ana sem standa að for­varn­ar­deg­in­um. Á fund­in­um  voru áhersl­ur for­varn­ar­dags­ins í ár kynnt­ar, en þær eru mik­il­vægi svefns og auk­in notk­un orku­drykkja og rafrettna. 

Sam­vera með fjöl­skyldu skipt­ir máli

Aðspurð hvernig sé hægt að vekja at­hygli á þess­um þátt­um og gera bet­ur seg­ir Karítas svarið ein­falt. „Að vera með fjöl­skyld­um, passa að drekka ekki mikið af orku­drykkj­um og veipa ekki og sofa nóg.“

Í ár hef­ur vakið at­hygli hve notk­un rafrettna eykst hratt meðal ís­lenskra ung­linga. Ný­leg könn­un bend­ir til að 9,5% nem­enda í 9. bekk hafi notað rafsíga­rettu 20 sinn­um eða oft­ar en í 10. bekk er hlut­fallið orðið 17,8% á landsvísu.

Í fram­halds­skól­um notuðu 23,3% nem­enda rafrett­ur dag­lega und­an­farna 30 daga árið 2018 en árið 2016 voru það 9,8% nem­enda. Rann­sókn­ir sýna að þeir sem nota rafrett­ur eru mun lík­legri en aðrir til að byrja að nota venju­leg­ar síga­rett­ur.

„Það er búið að koma með sann­an­ir að þetta sé ekki gott fyr­ir lík­amann en það er eins og þau hlusti ekki og haldi ennþá að þetta sé kúl,“ seg­ir Karítas. 

Karítas, Guðni Th., Kristin og Aldís hlusta á Dag B. …
Karítas, Guðni Th., Krist­in og Al­dís hlusta á Dag B. Eggerts­son ræða kom­andi For­varn­ar­dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Embætti land­lækn­is vill einnig beina sjón­um að svefn­venj­um ung­menna í tengsl­um við For­varn­ar­dag­inn. Ný könn­un frá Rann­sókn­um og grein­ingu sýn­ir að 42% ung­menna í 9. bekk og 54% ung­menna í 10. bekk fá ekki næg­an svefn. Í fram­halds­skól­um sofa nem­end­ur enn minna en í grunn­skól­um og er ljóst að ónóg­ur svefn dreg­ur úr vellíðan og minnk­ar starfsþrekið. 

Þegar sam­bandið á milli notk­un­ar orku­drykkja og svefns er skoðað má sjá að þeir, sem drekka fleiri orku­drykki, eru lík­legri en aðrir til að sofa minna. Í grunn­skól­um drekka 58% þeirra, sem sofa í um 7 klst. og minna, einn eða fleiri orku­drykki dag­lega; og í fram­halds­skól­um neyta 54% þeirra sem sofa um 6 klst. og minna fjög­urra orku­drykkja eða meira dag­lega.

Mikil koffínneysla hefur mjög slæm áhrif á svefnvenjur, þrek og …
Mik­il koff­ínn­eysla hef­ur mjög slæm áhrif á svefn­venj­ur, þrek og líðan unga fólks­ins. Tafla/​Embætti land­lækn­is

Öskur leysa eng­an vanda

Karítas og Krist­in eru sam­mála um að dag­ur eins og for­varn­ar­dag­ur­inn sé hjálp­leg­ur til að vekja at­hygli á mál­efn­um sem varða ung­menni. Á fund­in­um í skól­an­um í morg­un sátu þær sitt hvor­um meg­in við Guðna Th. Jó­hann­es­son, for­seta Íslands, og sögðu þær það skemmti­lega reynslu. Þá eru þær sam­mála for­set­an­um að ótta­stjórn­un og ógn væri ekki rétta leiðin til að beina ung­menn­um nú­tím­ans á beinu braut­ina.     

„Ef maður er að gera eitt­hvað sem á ekki að gera er betra að öskra ekki á krakk­ana, þá eru meiri lík­ur á að þau halda áfram, það á frek­ar að tala ró­lega við þau,“ seg­ir Krist­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert