„Ég hef aldrei reykt“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk höfðinglegar móttökur frá fjórðu …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk höfðinglegar móttökur frá fjórðu bekkingum í Fellaskóla í morgun í tilefni kynningarfundar Forvarnardagsins sem verður á miðvikudag. Ljósmynd/ÍSÍ

„Ég hef aldrei reykt sjálf­ur, svo því sé haldið til haga, ég hef ekki einu sinni sogið upp í mig reyk. Ætti ég að fara að byrja á því núna? Auðvitað ekki.“ Þannig hljóðuðu skila­boð Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, for­seta Íslands, til nem­enda í 9. bekk í Fella­skóla í morg­un, á sér­stök­um kynn­ing­ar­fundi fyr­ir for­varn­ar­dag­inn sem hald­inn verður í flest­um grunn- og fram­halds­skól­um lands­ins á miðviku­dag.

For­varn­ar­dag­ur­inn hef­ur verið hald­inn sem sér­stak­ur viðburður á hverju hausti í all­mörg ár og er nú í um­sjá Embætt­is land­lækn­is. For­seti Íslands tek­ur þó eins og áður virk­an þátt í fram­kvæmd dags­ins og heim­sæk­ir skóla og ræðir við nem­end­ur um gildi þess að forðast fíkni­efn­in.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á fremsta bekk í skólastofu …
Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, á fremsta bekk í skóla­stofu í Fella­skóla í morg­un, ásamt nem­end­um við skól­ann og Al­dísi Haf­steins­dótt­ur, for­manni Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Við vilj­um öll gera vel. Við vilj­um öll for­varn­ir. Við vilj­um ekki að ung­menni lendi í þannig aðstæðum að það sé afar erfitt að eiga við það ástand sem upp er komið. Svo er það bara spurn­ing hvernig við för­um að?“ spurði Guðni. 

Á for­varn­ar­deg­in­um er sjón­um beint sér­stak­lega að ung­ling­um í 9. bekk grunn­skóla og fyrsta árs nem­end­um í fram­halds­skól­um. Í ár er lögð sér­stök áhersla á aukna notk­un rafretta og orku­drykkja, auk þess sem áhersla er lögð á mik­il­vægi svefns.  

Hvatti ung­menni til að velja teygju­stökk fram yfir rafrett­ur

Það var ein­mitt í tengsl­um við rafrett­ur sem for­set­inn ákvað að vekja at­hygli á að hann hef­ur aldrei „tekið smók,“ og átti þá við síga­rett­ur og rafrett­ur. Hann sagðist þó skilja spenn­una sem get­ur fylgt ein­hverju nýju eins og rafrett­un­um.  

„Rafrett­ur geta líka verið spenn­andi, skemmti­leg lykt og eitt­hvað svona. En rann­sókn­ir sýna að það að byrja að nota rafrett­ur get­ur verið leið niður þann veg sem þið viljið ekki endi­lega fara,“ sagði for­set­inn og ráðlagði ung­menn­un­um að finna sér eitt­hvað annað spenn­andi að gera. „Farið í teygju­stökk eða eitt­hvað svo­leiðis frek­ar,“ sagði Guðni.

Guðni sagði að ótta­stjórn­un og ógn væri ekki rétta leiðin til að beina ung­menn­um nú­tím­ans á beinu braut­ina. Máli sínu til stuðnings vísaði hann í Tví­höfða, Jón Gn­arr og Sig­ur­jón Kjart­ans­son, sem létu þau fleygu orð falla fyr­ir þó nokkr­um árum að það að kyssa ein­hvern sem reyk­ir er eins og sleikja rusla­tunnu að inn­an. For­set­inn upp­skar hlát­ur meðal viðstaddra fyr­ir dæmið. 

„Við viljum öll gera vel. Við viljum öll forvarnir. Við …
„Við vilj­um öll gera vel. Við vilj­um öll for­varn­ir. Við vilj­um ekki að ung­menni lendi í þannig aðstæðum að það sé afar erfitt að eiga við það ástand sem upp er komið. Svo er það bara spurn­ing hvernig við för­um að?“ sagði Guðni m.a. í ávarpi sínu til nem­enda og starfs­fólks Fella­skóla í morg­un. Ljós­mynd/Í​SÍ

For­dæm­in eru til að var­ast

„En virk­ar þetta? Ég er ekki endi­lega viss,“ sagði for­set­inn og benti frek­ar á aðra leið. „Að fá fólk til að hugsa. Ég held að það fari eft­ir hverj­um og ein­um hvað virk­ar. Kannski er betra fyr­ir suma að beita þess­um ótta en kannski er betra fyr­ir aðra að rök­hugsa sig í gegn­um þetta, ekki vera hrædd­ur og láta segja sér fyr­ir verk­um held­ur taka sín­ar ákv­arðanir á eig­in for­send­um.“

Guðni lagði áherslu á að á For­varn­ar­deg­in­um er lögð áhersla á að koma fram við ung­menni á jafn­ingja­grund­velli. „Við ætl­um ekki að skipa ykk­ur fyr­ir, við ætl­um ekki að hóta ykk­ur, við ætl­um ekki að búa til þannig um­hverfi að ykk­ur finn­ist að verið sé að setja ykk­ur í ákveðið box og skipa ykk­ur að hafa ykk­ur ákveðinn hátt. En við ætl­um að tala við ykk­ur og við ætl­um, því miður, að segja líka að for­dæm­in eru þannig að þau eru til að var­ast.“

For­set­inn fékk prófskrekk eft­ir spurn­ingu frá land­lækni

Alma D. Möller land­lækn­ir ávarpaði einnig nem­end­ur og starfs­fólk skól­ans, auk borg­ar­stjóra og full­trúa þeirra sam­taka og stofn­ana sem hafa staðið að deg­in­um. Notk­un á rafrett­um og orku­drykkj­um eru nýj­ar áskor­an­ir að land­lækn­is, sem vakta at­hygli á mik­il­vægi svefns í máli sínu í Fella­skóla í morg­un. „Svefn er al­gjört töfra­lyf og við vit­um að við sof­um ekki nóg.“ 

Alma spurði nem­end­ur í skóla­stof­unni hvort þau vissu hvað 9. bekk­ing­ar ættu að sofa lengi. Það stóð ekki á svör­um, 8-9 tím­ar. Því næst spurði Alma: „Herra for­seti, hvað á full­orðna fólkið að sofa mikið?“ „Nú bara fæ ég prófskrekk,“ svaraði for­set­inn, en var svo fljót­ur að svara. „Að minnsta kosti sjö til átta tím­ar“ Land­lækn­ir var ánægður með svar for­set­ans og gaf hon­um 10 í ein­kunn.  

For­varn­ar­dag­ur­inn verður sem fyrr seg­ir næst­kom­andi miðviku­dag, 2. októ­ber. Þá munu ung­ling­arn­ir ræða hug­mynd­ir sín­ar og til­lög­ur um æsku­lýðs- og íþrótt­astarf og fjöl­skyldu­líf sem geta eflt varn­ir gegn vímu­efn­um og er þeim safnað í sér­stak­an hug­mynda­banka sem nýst get­ur við stefnu­mót­un í for­varn­ar­mál­um. 

Í ár verður hald­in stutt­mynda­keppni í tengsl­um við For­varn­ar­dag­inn og geta nem­end­ur, sem fædd­ir eru á ár­un­um 2003–2005, tekið þátt í henni. Viðfangs­efni mynd­ar­inn­ar verður að vera á meðal þriggja áhersluþátt­anna í ár, þ.e. orku­drykk­ir, rafrett­ur eða svefn. Verðlaun­in verða af­hent við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum síðar í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert