Mótorhjólamenn í félagsskapnum Herramenn á hjólum fóru í leiðangur víða um Reykjavík í gær til eflingar baráttunni gegn sjálfsvígum og krabbameini í blöðruhálskirtli karla.
Þetta var hluti af alþjóðlegri uppákomu sem efnt er til á heimsvísu síðasta sunnudag í september ár hvert.
Reið heiðvirðra herramanna heitir verkefnið og í krafti þess voru þessir kappar á Laugaveginum og kynntu góðan málstað.