Skólaárið á Íslandi er meðallangt

Fjöldi skóladaga á Íslandi á grunn- og framhaldsskólastigi er 180 dagar á ári, sem er sama og meðaltal fjölda skóladaga í Evrópulöndum.

Þetta kemur fram í niðurstöðum Eurydice-rannsóknar þar sem gerður var samanburður á lengd skólaársins 2019/2020 og fjölda frídaga á grunn- og framhaldsskólastigi í 38 Evrópulöndum. Menntamálastofnun (mms.is) kynnti niðurstöður rannsóknarinnar.

Á Norðurlöndunum fimm eru fæstir skóladagar í Svíþjóð þar sem þeir eru 178 á ári. Næst kemur Ísland með 180 daga, í Noregi og Finnlandi eru skóladagar rétt um eða innan við 190 á ári. Danir eru með flesta skóladaga, 200 á ári, en þeir og Ítalir eru með lengstu skólaárin í Evrópu. Skólaárið er styst í flæmska hluta Belgíu þar sem það er 157,5 dagar.

Sumarfrí í skólum á Norðurlöndum eru lengst 9-11 vikur og á það við um Ísland, Svíþjóð og Finnland. Sumarfrí í norskum skólum eru 7-9 vikna löng. Danskir nemendur þurfa hins vegar að sætta sig við sumarfrí sem er innan við sjö vikna langt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert