Tannlæknakvíði algengur

Margir kvíða því að þurfa mæta til tannlæknis.
Margir kvíða því að þurfa mæta til tannlæknis. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tannlæknakvíði er raunverulegt vandamál meðal ákveðins hóps nema í grunnnámi við Háskóla Íslands, að því er fram kemur í lokaverkefni Ölrúnar Bjarkar Ingólfsdóttur, nema í tannsmíði við Háskóla Íslands.

Af þeim 637 nemendum sem tóku þátt í megindlegri rannsókn á tannlæknakvíða voru 19,2% með tannlæknakvíða á miðstigi en 18% með mikinn tannlæknakvíða.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Ölrún sjálf hafa óttast tannlæknaheimsóknir frá unga aldri vegna slæmrar reynslu hjá tannlækni sem barn.

„Það eru örugglega margir sem lenda í þessu, margir byrja til dæmis í tannréttingum mjög snemma. Tannlæknar eru kannski í dag að átta sig á því að þetta geti mótað fólk,“ sagði hún.

Mælt er með því að einstaklingar sem þjást af tannlæknaótta, -kvíða eða -fælni leiti sér faglegrar aðstoðar svo hægt sé að koma í veg fyrir skaðleg áhrif vandans á tannheilsu og lífsgæði. Þeir sem þjást af tannlæknakvíða eru þá ólíklegri til að leita til tannlæknis, að sögn Ölrúnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert