Upplýsingar um akstur landsmanna sem fengnar eru með tilliti til bílnúmera eru persónugreinanlegar og þarf því þá að skoða hugmyndir um veggjöld í nýja samgöngusáttmálanum út frá persónuverndarlögum.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að veggjöldin séu veigamikið atriði þegar kemur að persónuverndarlögum.
Víða í Evrópu tíðkast hjá stjórnvöldum taka saman upplýsingar um akstur hvers og eins borgara og innheimta veggjöld í samræmi við þær. Fram hefur komið að innheimta veggjalda fari líklega fram með rafrænum hætti og aðgerðir á borð við greiðsluhlið sem muni seinka umferð komi ekki til álita.
Helga sagði í samtali við Morgunblaðið að rekjanleiki alls í snjallborginni væri meðal þess sem persónuverndarstofnanir í Evrópu leggja áherslu á að skoða.
„Spurningin er hvernig við eigum að forgangsraða og þetta er eitt af þeim atriðum sem er ljóst að við verðum að skoða,“ sagði Helga í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Nýsamþykktur samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins kveður á um að veggjöldum verði komið á, þó ekki fyrr en árið 2022.