Verður stóra umræðan í haust

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef sagt að jafnaðarmenn hefðu viljað sjá þetta fjármagnað með almennari peningaöflun og við munum alveg áskilja okkur fullan rétt til þess á þinginu að velta upp og skoða aðrar leiðir til þess að standa við þetta samkomulag.“

Þetta segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is um fyrirhuguð veggjöld í tengslum við samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgöngumála á svæðinu sem undirritað var á fimmtudaginn.

„Hvað varðar samkomulagið sem undirritað var fyrir helgi þá inniber það í sér bráðnauðsynlegar framkvæmdir, framkvæmdaáætlun og áherslur sem ég styð heilshugar. Það er mjög brýnt að þetta samkomulag hafi verið gert.“

Hins vegar sé gert ráð fyrir að hluti af fjármögnuninni, 60 milljarðar króna, verði greiddur með öðrum hætti en beint með framlögum frá ríkinu og sveitarfélögunum sem sé sú upphæð sem rætt hafi verið um að verði fjármögnuð með innheimtu á veggjöldum.

„Við þurfum að sjá hverjar hugmyndir ríkisstjórnarinnar eru því að það getur verið mjög viðkvæmt mál að innheimta fé af fólki sem hefur neyðst til þess að flytja kannski í ódýrara húsnæði í úthverfum og neyðist til þess að eiga bíl. Við þurfum að passa upp á það.“

Logi segir að málið snúist þannig um útfærsluna í þessum efnum. „Það verður auðvitað stóra umræðan í þinginu í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert