Viðurkenning til Vísindasmiðju

Vísindin. Heiðursveiting í höfn
Vísindin. Heiðursveiting í höfn

Við opnun Vísindavöku Rannís sl. laugardag fékk Vísindasmiðjan viðurkenningu fyrir starf sitt, það er að miðla fróðleik um vísindi til grunnskóla og nemenda þeirra með gagnvirkum og lifandi aðferðum.

Jón Atli Benediktsson rektor og Guðrún Bachmann, kynningarstjóri vísindamiðlunar hjá Háskóla Íslands, veittu viðurkenningunni viðtöku.

Auk almenns fræðslustarfs tekur Vísindasmiðjan á móti gestum á öllum aldri í margvíslegum viðburðum um allt land. Markmiðið með þessu er að vekja áhuga ungs fólks og almennings á vísindum og þekkingu, styðja við kennslu á öllum skólastigum í náttúru- og raunvísindum og örva gagnrýna og skapandi hugsun.

Frá því Vísindasmiðjan var opnuð í mars 2012 hafa komið þangað um 25 þúsund skólabörn af öllu landinu, öllum að kostnaðarlausu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert