Áforma sölu á Sigurhæðum

Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, stendur í brekkunni skammt frá Akureyrarkirkju.
Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, stendur í brekkunni skammt frá Akureyrarkirkju. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ak­ur­eyr­ar­bær stefn­ir að því að selja Sig­ur­hæðir, húsið sem þjóðskáldið og prest­ur­inn Matth­ías Jochumsson lét reisa og hýs­ir nú minn­ing­arsafn um hann. Reikna má með því að húsið verði aug­lýst til sölu á næst­unni.

Helstu ástæður fyr­ir því að vilji er til að selja húsið er að það hef­ur ekki nýst síðustu árin vegna lé­legs aðgeng­is. Hilda Jana Gísla­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi og formaður stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar­stofu, seg­ir að aðgengi að hús­inu sé svo slæmt að Ak­ur­eyr­ar­bæ sé ekki stætt á því að bjóða upp á starf­semi í því. Þá hafi bær­inn áhyggj­ur af því að húsið fari illa vegna langvar­andi notk­un­ar­leys­is. „Kannski get­ur ein­hver ann­ar fundið flöt á því að nýta það á ein­hvern hátt,“ seg­ir Hilda Jana. Bend­ir hún á að húsið sé friðað.

Áber­andi í bæj­ar­mynd­inni

Sig­ur­hæðir eru sögu­frægt hús og áber­andi í bæj­ar­mynd­inni. Séra Matth­ías lét byggja það árið 1903. Það stend­ur í brattri brekku skammt frá Ak­ur­eyr­ar­kirkju. Auk Matth­ías­ar­stofu var árum sam­an efnt til ým­issa viðburða í hús­inu og var skrif­stofuaðstaða á efri hæðinni leigð skáld­um og fræðimönn­um til skap­andi skrifa. Bær­inn keypti bóka­safn Stein­gríms J. Þor­steins­son­ar pró­fess­ors og hef­ur það verið til af­nota fyr­ir not­end­ur skrif­stofuaðstöðunn­ar.

Sig­ur­hæðum var lokað vorið 2017 vegna fram­kvæmda. Þeim er löngu lokið en húsið hef­ur ekki verið opnað aft­ur, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um sölu­áformin í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka