Umhverfisstofnun hefur hafnað umsókn áhugaljósmyndara um leyfi til aksturs utan vega í Jökulgili til þess fylgjast með smölun.
Stofnunin telur líklegt að aksturinn og notkun dróna hafi neikvæð áhrif á störf bænda við smölun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Ljósmyndarinn hafði áhuga á að aka um 11 kílómetra leið sama dag og smalað var. Hafði hann áhuga á að aka jeppa eftir árfarvegi inn Jökulgil þar sem hann taldi leiðina inn gilið of langa til að bera myndatökubúnað. Ætlunin var að taka ljósmyndir og kvikmyndir.