Mun kosta um 10 milljarða

Margir sóttu fund Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á …
Margir sóttu fund Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Hótel Sögu í gærkvöldi þar sem ráðherrann ræddim.a. nýja stefnu stjórnvalda varðandi vegaframkvæmdir og veggjöld. Fékk ráðherrann margar spurningar um málið úr salnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn er ekki búið að ákveða hvenær Sunda­braut verður lögð og þá hvernig það verður gert. Sunda­braut er ekki inni í sam­göngusátt­mála rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu sem gerður er til 15 ára. Helst er til skoðunar að Sunda­braut verði lögð sem lág­brú eða jarðgöng.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hélt er­indi um sam­göngusátt­mál­ann og fleira tengt sam­göng­um á opn­um fundi á Hót­el Sögu í gær. Spurður hvort það að Sunda­braut sé ekki inni í sátt­mál­an­um þýði að ekki verði ráðist í fram­kvæmd henn­ar fyrr en eft­ir 15 ár seg­ir Sig­urður Ingi:

„Ég hyggst eiga sam­tal um Sunda­braut við Faxa­flóa­hafn­ir, Reykja­vík­ur­borg og sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu á næstu mánuðum með það að mark­miði að finna út hvort lág­brú­ar­leiðin sé fær.“

Jarðgöng mögu­lega úr­elt leið

Lág­brú­ar­leiðin er ódýr­ari kost­ur en jarðgöng og myndi hún einnig nýt­ast fleiri sam­göngu­mát­um en einka­bíl­um.

„Þegar það ligg­ur fyr­ir hvort lág­brú­ar­leiðin sé fær eða ekki þá mynd­um við taka ákvörðun um að fara hina leiðina sem er jarðganga­leiðin. Það er samt sem áður talað um að þau jarðgöng sem eru í þess­um gömlu papp­ír­um séu úr­elt og það sé hægt að finna nýj­ar leiðir, ódýr­ari og betri,“ seg­ir Sigðurður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert