Tillaga um samflot og samferðabrautir felld

Fundur Borgarstjórnar stendur yfir.
Fundur Borgarstjórnar stendur yfir. mbl.is/Golli

Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samflot og samferðabrautir í Reykjavík, sem var lögð fram á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur í dag, var felld með 12 atkvæðum en tveir sátu hjá. 

Í til­lög­unni seg­ir að nýta skuli for­gangsak­rein­ar fyr­ir al­menn­ings­sam­göng­ur jafn­framt sem sam­ferðabraut­ir fyr­ir þá sem fjöl­menna í bíla í sam­floti, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaum­ferð með bættri nýt­ingu.

Í bókun Sósíalistaflokk Íslands sem Sanna Magdalena Mörtudóttir flutti eftir atkvæðagreiðslu er tekið fram að flokkurinn fagni tillögum sem lúta að því að draga úr mengun og bæta nýtingu. Hins vegar sé mikilvægt að þrengja ekki að strætó og forgangsakstri á þessum akreinum. 

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði í bókun flokksins að hún furðaði sig á því að tillagan hafi ekki verið samþykkt í ljósi þess að tillagan félli vel að ákvæði í samgöngusáttmálanum. Eins og staðan væri núna í samgöngumálum fjölgar fjölskyldubílum í umferðinni. Auk þess væru þeir fjármunir sem rynnu til Strætó sóun á almannafé. f hefur 

Jórunn Pála Jónasdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur boðað bókun vegna tillögunnar. Hún verður flutt eftir matarhlé sem stendur núna yfir. 

Næst er þriðja mál á dagskrá sem er: Laugavegur sem göngugata – deiliskipulag, og tillaga um göngugötur 2019-2020. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert