Yfirgengilega gaman að „skúbba“

Agnesi Bragadóttur var haldið kveðjuhóf í Hádegismóum í gær. Þar …
Agnesi Bragadóttur var haldið kveðjuhóf í Hádegismóum í gær. Þar voru núverandi og fyrrverandi samstarfsmenn á blaðinu. Haraldur Jónasson/Hari

„Ég byrjaði á Morgunblaðinu 1. apríl 1984 og þegar ritstjórinn kynnti mig til sögunnar á ritstjórninni sagðist einn blaðamaðurinn vona að þetta væri aprílgabb,“ sagði Agnes Bragadóttir blaðamaður og hló.

Þetta reyndist ekkert gabb og í gær var síðasti vinnudagur Agnesar eftir 35 ára og hálfs árs starf á Morgunblaðinu upp á dag.

„Ég varð 67 ára hinn 19. september og hafði lengi verið að gæla við hugsunina um starfslok. Þetta eru fín tímamót til að láta af störfum.“ Agnes hefur löngum verið einn öflugasti blaðamaður Morgunblaðsins og var einnig um tíma fréttastjóri, stýrði umfjöllun um viðskipti, menningarmál og almennri fréttaumfjöllun.

Hún lauk kennaraprófi og íþróttakennaraprófi og starfaði um tíma sem gagnfræðaskólakennari, íþróttakennari og menntaskólakennari á Ísafirði auk þess sem hún þjálfaði meistaraflokk karlaliðs ÍBÍ í handbolta. Agnes hóf síðan nám við Háskóla Íslands, en tók sér tímabundin hlé frá námi til að vinna fyrir vestan. Einnig var hún lausamaður í blaðamennsku á sumrin.

„Ég varð svo heilluð af blaðamennskunni að það kom eiginlega aldrei neitt annað starf til greina eftir það,“ sagði Agnes. „Ég byrjaði sem blaðamaður á Tímanum haustið 1980 um leið og ég útskrifaðist með próf í ensku og þýsku úr Háskóla Íslands. Ég sótti fyrst um á Mogganum en þá vildi hann mig ekki svo ég fór á Tímann og var þar í þrjú og hálft ár.“ Blaðamennskuferill Agnesar er því orðinn heil 39 ár.

Sjá samtal við Agnesi í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert